Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:30 Hlynur Bæringsson hefur verið frábær í einvígi Stjörnunnar og ÍR, sem og allt tímabilið í Domino's deildinni. Vísir/Andri Marinó Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56
„Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti