Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:57 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira