Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Sigurður leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Valli „Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira