Sameining Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur var samþykkt með afgerandi kosningu í gær. Tæp 87% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já í Fjarðabyggð og 85% í Breiðdalsvík. Kosið verður í nýju sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Í frétt Austurfréttar kemur fram að alls greiddu 1.203 atkvæði í Fjarðabyggð. Af þeim greiddu 1.035 sameiningu atkvæði sitt eða 86,76% . Á móti voru 158 eða 13,24%. Tíu seðlar voru auðir eða ógildir. Á kjörskrá voru 3.322 og kjörsókn því 36,2%.
Talningu í Breiðdalshreppi lauk um klukkan hálf ellefu. Þar greiddu hundrað íbúar atkvæði og sögðu 85 þeirra já. Fjórtán höfnuðu sameiningu en einn seðill var auður. Á kjörskrá voru 155 og kjörsókn því 64,5%.
Fjarðabyggð og Breiðdalsvík sameinast
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent