Karembeu segir Ísland geta náð langt á HM: „Kem og fagna með ykkur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 19:15 Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira