Hétu því að heimsækja Tyrkland aldrei aftur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Þóra Björg Birgisdóttir í faðmi barna sinna sem biðu spennt eftir því að fá föður sinn aftur heim. Vísir/VIlhelm „Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09
"Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00
Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00