Kemur ekki til greina að stytta leikskólakennaranámið Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2018 16:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að ríki og sveitarfélög þurfi að vinna betur saman að málefnum leikskólanna í landinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að háskólanám í leikskólakennarafræðum verði stytt en mannekla er viðvarandi vandamál á leikskólum víða um land. Þá vantar leikskólakennara til þess að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun barna skuli hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi, en námið var lengt úr þremur árum í fimm fyrir nokkrum árum. „Ég sé ekki fram á það, nei. Ég held að við þurfum frekar að líta á námið sjálft, veita fleirum tækifæri á að sækja námið, vera með hvata til þess áður en við förum í aðrar aðgerðir. En ég held að nám á meistarastigi sé til þess að efla stéttina og ég lít á þetta þannig,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu aðspurð um hvort það komi til greina að stytta námið.Hefur áhyggjur af stöðunni í leikskólum landsins Hún segir að styrkja þurfi umgjörðina í kringum kennarann á öllum skólastigum, hvort sem það er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. „Við sjáum það að mun færri eru að sækja í námið eftir lenginguna og þá þurfum við að huga að því hvað það er sem við getum gert til þess að það séu fleiri sem sækja um þetta nám. Annað sem leikskólarnir hafa verið mjög duglegir að gera er að veita þeim sem eru starfandi en eru ekki kennarar, það eru ófaglærðir inni í leikskólunum, tækifæri á því að bæta við sig menntun og ég er mjög hlynnt því. Þannig að við þurfum svolítið að hugsa út fyrir kassann hvernig við ætlum að gera þetta. Það eru breytingar framundan, það er skortur á fagmenntuðu fólki og við þurfum að takast á við það,“ segir Lilja. Þá kveðst hún hafa áhyggjur almennt af stöðunni í leikskólum landsins. „Já, ég hef áhyggjur af því. Þess vegna þurfum við, bæði ríkisvaldið og sveitarfélögin að vinna betur saman að þessum málaflokki því hann skiptir okkur öll mjög miklu máli. Eitt er til dæmis mjög áberandi; það er mjög mikil ánægja hjá foreldrum og börnum með leikskólastigið þrátt fyrir að það sé þessi skortur og það er auðvitað mjög stór vísbending um það að við viljum gera betur hvað þessi mál varðar. Íslenskir leikskólar þykja framúrskarandi góðir ef þú berð þá saman við leikskóla annars staðar og við erum komin mun lengra varðandi allt sem tengist skólaþróun. Það er mjög jákvætt og okkur ber að fjárfesta meira hvað þetta varðar.“Rætt verður nánar vð Lilju Alfreðsdóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57 Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Hljóðið í leikskólastjórum er ekki gott og fólk mætti vonsvikið í vinnu í morgun eftir að borgin kynnti aðgerðaáætlun sína í leikskólamálum. 23. mars 2018 18:57
Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. 22. mars 2018 18:30