„Drullufúll“ með ákvörðun Framsóknar og hugsar sinn gang Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 20:50 Birgir Örn Guðjónsson er þó hvergi banginn og ætlar að halda áfram að vinna að betra samfélagi að eigin sögn. Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira