Hafnar vegg á eigin lóð til að leysa ljósmengun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Lausnin sem Kópavogsbær býður er að byggja vegg á lóð Þorrasala 9-11 til að skerma íbúana þar af frá ónæði af bílageymslu nágrannanna. Veggurinn er sýndur með rauðu. Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00