Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Vísir/STEFÁN „Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
„Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira