Lífið

Reisti heila viðbyggingu undir spilakassana: "Var kominn með þetta í tvo fulla bílskúra af kössum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þröstur Þór elskar spilakassa.
Þröstur Þór elskar spilakassa.
Á undanförnum fjórum árum hefur Þröstur Þór Höskuldsson verið að byggja tómstundaherbergi við hliðina á húsi sínu í Vesturbænum.

Sindri Sindrason fór í heimsókn til Þrastar í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Allt saman byrjaði þetta fyrir tíu árum þegar Þröstur eignaðist sitt fyrst kúluspil og þá var ekki aftur snúið. Tækjunum fjölgaði hægt og rólega og á endanum var orðið of lítið pláss á heimilinu.

„Fyrir svona fjórum árum ákvað ég bara að byggja utan um þetta og gera svona afdrep fyrir félagana. Ég var kominn með þetta í tvo fulla bílskúra af kössum. Þetta er skemmtilegt áhugamál. Ég lærði rafeindavirkjun á sínum tíma og gat því komið spilakössunum í stand.“

Þröstur segir að spilakassarnir séu einstaklega fallegir en misjafnlega skemmtilegir. Þröstur á konu og þrjú börn sem eru þriggja, sjö og níu ára.

„Börnin hafa gaman af þessu og félagarnir koma og drekka bjór og hafa gaman hér. Félagarnir vilja í raun alltaf hittast hér þegar verið er að plana eitthvað. Þetta er ekki man-cave, heldur frekar fam-cave. Ég var bara að klára viðbygginguna í desember.“

Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gær í heild sinni og sjá inn í þetta magnaða tómstundarými.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.