Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 11:40 Norðurljósin heilla ferðamenn sem koma hingað til lands. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/ernir Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðar sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. „Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið,“ segir í tilkynningu. Fréttir af skipulögðum Norðuljósaferðum fyrir erlenda ferðamenn hafa ratað í fréttir undanfarna daga. Um helgina sagði leiðsögumaður til að mynda hættulegar aðstæður geta skapast í slíkum ferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann taldi nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Þá er þetta enn fremur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af ferðamönnum sem huga ekki að umferðaröryggi þegar þeim er starsýnt á norðurljósin. Í febrúar í fyrra voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Suðurnesjum vegna rásandi aksturslags og reyndist þar um að ræða ferðamenn sem gátu ekki haft augun af norðurljósum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30 Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðar sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. „Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið,“ segir í tilkynningu. Fréttir af skipulögðum Norðuljósaferðum fyrir erlenda ferðamenn hafa ratað í fréttir undanfarna daga. Um helgina sagði leiðsögumaður til að mynda hættulegar aðstæður geta skapast í slíkum ferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann taldi nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Þá er þetta enn fremur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af ferðamönnum sem huga ekki að umferðaröryggi þegar þeim er starsýnt á norðurljósin. Í febrúar í fyrra voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Suðurnesjum vegna rásandi aksturslags og reyndist þar um að ræða ferðamenn sem gátu ekki haft augun af norðurljósum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30 Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30
Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34
Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03