Óreiða í norðurljósaferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. mars 2018 12:30 Aðstæður geta allt að því verið hættulegar í norðurljósaferðum að sögn leiðsögumanns þar sem fjöldi fólks safnast saman í kringum rútur og stóra bíla. visir/ernir Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira