Erlent

Kennari sem reyndi að fá „her barna“ til að fremja hryðjuverk fangelsaður

Samúel Karl Ólason skrifar
Umar Ahmed Haque.
Umar Ahmed Haque. Vísir/EPA
Kennarinn Umar Ahmed Haque reyndi að mynda „her barna“ í nafn Íslamska ríkisins og fá þau til að gera 30 árásir með skotvopnum og sprengjum víða um London. Hann sýndi börnum sem hann kenndi áróður Íslamska ríkisins.

Kennarinn Umar Ahmed Haque, sem aðhyllist Íslamska ríkinu, reyndi að mynda „her barna“ og gera 30 árásir í London, hefur verið fangelsaður í minnst 25 ár. Haque, sem er 25 ára gamall, sýndi börnum áróður ISIS og aftökur, lét þau æfa árásir á lögregluþjóna og margt fleira. Hann var í dag dæmdur í minnst 25 ára fangelsi, samkvæmt frétt BBC.



Þrátt fyrir að hann hefði enga menntun eða reynslu tókst Haque að fá vinnu sem kennari íslamskra fræða og þannig hafi hann haft aðgang að 110 börnum á aldrinum ellefu til fjórtán ára. Talið er að honum hafi tekist að öfgavæða einhver þeirra.

Meðal skotmarka sem Haque hafði í huga var Big Ben, lífverðir drottningar Bretlands, bankar og verslunarmiðstöð.



Talið er að hann sjálfur hafi orðið fyrir áhrifum áróðurs ISIS á netinu og er Haque sagður hafa ákveðið að reyna að fremja hryðjuverk eftir árásina á Westminster-brúnni þar sem Khalid Masood ók á fjölda fólks áður en hann stakk lögregluþjón til bana við þinghús Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×