Khalid Masood: Hvað er vitað um árásarmanninn í London? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2017 09:06 Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús á miðvikudag. vísir/getty Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00
Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56
Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42