Deilir bíl í útréttingar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2018 20:30 Um þrjú hundruð manns hefur skráð sig í áskrift hjá zipcar og getur þannig leigt deilibíl þegar þeim hentar. Fyrirtækið tók til starfa síðasta haust og hefur vaxið hratt. Gert er ráð fyrir að bílarnir verði orðnir að minnsta kosti tuttugu í árslok og sífellt er verið að fjölga stæðum þar sem bílarnir standa og hægt er að nálgast þá til leigu. Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri Zipcar, segir fólk á öllum aldri nýta sér þjónustuna. „Við héldum fyrst að þetta yrði aðallega ungt fólk því notkunin fer mikið fram í gegnum app. En þetta er mjög dreifður aldurshópur, bæði heimili og vinnustaðir sem nýta sér þetta.Margrét Þórðardóttir er heppin að eiga heima nálægt Zip-stæðinu við Eiríksgötuvísir/sigurjónPantar 1-2 bíla á viku Margrét Þórðardóttir er ein þeirra sem hefur notað deilibílana og hefur gert frá því í október síðastliðnum. Hún notar bílinn í búðarferðir og alls kyns útréttingar. „Ég hef notað bílana til að fara með köttinn minn til dýralæknis og þegar bróðir minn kemur í heimsókn, þegar okkur langar að keyra um, fara í bíó og skemmta okkur. Þetta er helst fyrir fólk sem þarf ekki á bílnum að halda allan sólarhringinn,“ segir Margrét og að einfalt sé að panta bílinn í gegnum app en með appinu opnar maður líka bílinn, bíllyklarnir eru svo í hanskahólfinu. Margrét hefur pantað bíl 30-40 sinnum á hálfu ári, um það bil 1-2 í viku í um það bil tvo tíma í senn, en klukkutíminn kostar sextán hundruð krónur og þá er allt innifalið, bensín og tryggingar. „Þetta er mjög þægilegt fyrir ungt fólk sem hefur ekki efni á að reka sinn eigin bíl alveg strax, þetta er margfalt minni kostnaður," segir Margrét. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Um þrjú hundruð manns hefur skráð sig í áskrift hjá zipcar og getur þannig leigt deilibíl þegar þeim hentar. Fyrirtækið tók til starfa síðasta haust og hefur vaxið hratt. Gert er ráð fyrir að bílarnir verði orðnir að minnsta kosti tuttugu í árslok og sífellt er verið að fjölga stæðum þar sem bílarnir standa og hægt er að nálgast þá til leigu. Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri Zipcar, segir fólk á öllum aldri nýta sér þjónustuna. „Við héldum fyrst að þetta yrði aðallega ungt fólk því notkunin fer mikið fram í gegnum app. En þetta er mjög dreifður aldurshópur, bæði heimili og vinnustaðir sem nýta sér þetta.Margrét Þórðardóttir er heppin að eiga heima nálægt Zip-stæðinu við Eiríksgötuvísir/sigurjónPantar 1-2 bíla á viku Margrét Þórðardóttir er ein þeirra sem hefur notað deilibílana og hefur gert frá því í október síðastliðnum. Hún notar bílinn í búðarferðir og alls kyns útréttingar. „Ég hef notað bílana til að fara með köttinn minn til dýralæknis og þegar bróðir minn kemur í heimsókn, þegar okkur langar að keyra um, fara í bíó og skemmta okkur. Þetta er helst fyrir fólk sem þarf ekki á bílnum að halda allan sólarhringinn,“ segir Margrét og að einfalt sé að panta bílinn í gegnum app en með appinu opnar maður líka bílinn, bíllyklarnir eru svo í hanskahólfinu. Margrét hefur pantað bíl 30-40 sinnum á hálfu ári, um það bil 1-2 í viku í um það bil tvo tíma í senn, en klukkutíminn kostar sextán hundruð krónur og þá er allt innifalið, bensín og tryggingar. „Þetta er mjög þægilegt fyrir ungt fólk sem hefur ekki efni á að reka sinn eigin bíl alveg strax, þetta er margfalt minni kostnaður," segir Margrét.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira