Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur hefur verið fyrirferðamikið í fréttum undanfarnar vikur. VÍSIR/DANÍEL Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Sjá meira
Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30