Söfnunarfé nýtist til að byggja upp en ekki til að bjarga ríkinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsóttu Vog og Vík í gær og kynntu sér starfsemina. Þau fengu líka upplýsingar um reksturinn. Vísir/ernir „Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00