Heimir: Við erum nær ákvörðun en hópurinn er ekki klár Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í nótt. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00
Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00