Diego Costa: Þetta er ástæðan fyrir því að þið getið ekki gagnrýnt Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 10:30 Diego Costa í leiknum í gær. Vísir/Getty Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira