Innlent

Eydís leiðir lista Fjarðalistans í Fjarðabyggð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frambjóðendur Fjarðalistans.
Frambjóðendur Fjarðalistans. Mynd/Fjarðarlistinn
Fjarðalistinn, listi félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, hélt opinn félagsfund að kvöldi þriðjudagsins 27. mars. Tillaga uppstillingarnefndar að skipan framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí nk. var samþykkt samhljóða, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fjarðalistanum. Á listanum eiga sæti 8 konur og 10 karlar.

Listann skipa:

1. Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarfulltrúi

2. Sigurður Ólafsson

3. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir umsjónarkennari

4. Einar Már Sigurðarson skólastjóri

5. Birta Sæmundsdóttir leiðbeinandi

6. Magni Þór Harðarson ráðgjafi

7. Valdimar Másson tónlistarmaður

8. Esther Ösp Gunnarsdóttir sjálfstætt starfandi

9. Ævar Ármannsson húsasmíðameistari

10. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir stuðningsfulltrúi

11. Birgir Jónsson skólastjóri

12. Wala Abu Libdeh leiðbeinandi

13. Sigurður Borgar Arnaldsson ölgerðarmaður

14. Elías Jónsson stóriðjutæknir

15. Kamma Dögg Gísladóttir umhverfisskipulagsfræðingur

16. Grétar Rögnvarsson skipstjóri

17. Almar Blær Sigurjónsson leiklistarnemi

18. Steinunn Aðalsteinsdóttir fv. kennsluráðgjafi

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×