Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 20:00 „Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
„Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira