Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2018 08:29 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20