Páll gefur laun fyrir nýjan útvarpsþátt til Hugarafls Sylvía Hall skrifar 29. mars 2018 13:16 Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100. Vísir/GVA/Anton Brink Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn. Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn.
Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira