Innlent

Þórólfur Júlían leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Píratar eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn  Reykjanesbæjar.
Píratar eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Vísir/Stefán
Þórólfur Júlían Dagsson varð hlutskarpastur í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ sem lauk um hádegi í dag. Hrafnkell Brimar Hallmundsson lenti í öðru sæti og Margrét Sigrún Þórólfsdóttir í því þriðja. Þórólfur er talsmaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík.

Þórólfur lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í október í fyrra. Ákvað hann að taka ekki sæti á lista Pírata þá vegna þeirrar niðurstöðu en hann hafði sóst eftir því fysta.

Píratar eiga ekki sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar en flokkurinn fékk 2,5 prósent atkvæða árið 2014. Alls voru greidd 170 atkvæði í prófkjörinu en fimm voru í framboði.

Niðurstaða prófkjörsins er eftirfarandi:

1. Þórólfur Júlían Dagsson

2. Hrafnkell Brimar Hallmundsson

3. Margrét Sigrún Þórólfsdóttir

4. Guðmundur Arnar Guðmundsson

5. Jón Páll Garðarsson


Tengdar fréttir

Vilja ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík

Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×