Körfubolti

Hörður Axel til Grikklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í leik gegn Haukum nú á dögunum.
Hörður í leik gegn Haukum nú á dögunum. vísir/bára
Hörður Axel Vilhjálmsson er genginn í raðir Kymis frá Grikklandi en þetta kemur fram á grískri vefsíðu nú undir kvöld. Hörður gerir samning við félagið út yfirstandandi leiktíð.

Kymis er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 29 stig en gríska deildin er afar jöfn og einungis munar fjórum stigum á Kymis og Lavrio en Lavrio er í þriðja sæti deildarinnar. Svo tekur við úrslitakeppni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hörður spilar í Grikklandi. Hann spilaði tímabilið 2015-2016 með Trikala Aries B.C. en Trikala er í botnsætinu sem stendur.

Hörður var í liði Keflavíkur sem datt út fyrir Haukum í æsispennandi leik í gærkvöldi en hann spilaði afar vel í rimmunni gegn Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×