Sakar kjörinn fulltrúa um spillingu í starfi Sveinn Arnarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Pjetur Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira