„Selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 13:14 Ágúst Ólafur Ágústsson. Vísir/Stefán Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“ Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“
Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30