Leiðréttir oddvita Framsóknar í borginni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 14:09 Guðmundur, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó segir mikilvægt að rétt sé farið með staðreyndir í stjórnmálaumræðunni. visir/ernireyjolfsson Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó, leiðréttir Ingvar Mar Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem ásamt flokki sínum lofar landsmönnum frítt í strætó í eitt ár. Ingvar hefur sagt að fargjaldatekjur Strætó á höfuðborgarsvæðinu séu um einn milljarður en hið rétta í málinu, segir Guðmundur, að sé 1,9 milljarðar fyrir árið 2017. Í fréttamiðlinum Eyjunni er haft eftir Ingvar Mar: „Það kostar nær einum milljarði að hafa frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu því fargjaldatekjur strætó upp á 2 milljarða eiga við um allar ferðir strætó, semsagt líka út á land.“ Það er þessi staðhæfing sem Guðmundur vill leiðrétta þar sem Stætó BS fær engar fargjaldatekjur af landsbyggðinni.Pawel segir höfuðborgarbúa ekki þurfa á lélegri ókeypis þjónustu heldur betri þjónustu.Hugnast ekki hugmynd FramsóknarPawel Partoszek, sem leitast við að vera ofarlega á lista Viðreisnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum, hugnast ekki hugmyndin og gagnrýnir hana í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. „Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda,“ segir Pawel. Þrátt fyrir að vilja alls ekki blanda sér í kosningabaráttuna leitast Guðmundur við að leiðrétta rangfærslur því umræðan verði að byggjast á réttum staðreyndum. Hann segir að það sé skiljanlegt að margir haldi að Strætó sé eina og sama batteríið um land allt. Það sé aftur á móti ekki rétt. Fólk geri sér jafnan ekki grein fyrir því að það eru alls konar samtök sem reka strætó á landsbyggðinni þó aksturinn sé undir merkjum Strætó. „Strætó BS eru bara gulu vagnarnir á höfuðborgarsvæðinu og er í eigu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur til útskýringar. Það séu aftur á móti svokölluð Landshlutasamtök sem reki strætó úti á landi. Þau fái aðgang að talstöðinni, þjónustuveri og heimasíðu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ákveði þær fjárhæðir sem skuli settar í Strætó og landsbyggðin fær allar tekjur af akstrinum.Stærð og umfang er mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri.vísir/ernirSpurður hvers vegna Akureyringum hafi tekist að hafa frítt í Strætó en höfuðborgarsvæðinu ekki segir Guðmundur: „Ef þú skoðað kerfið á Akureyri þá eru sex leiðir þar, þær aka á klukkutíma fresti, bara á virkum dögum en ef þú horfir á höfuðborgarsvæðið þá erum við með tuttugu og átta leiðir, flestir aka til tólf, sumar eitt jafnvel og tíðnin er á kortersfresti og jafnvel tíu mínútur. Stærðin og umfangið er miklu meira á höfuðborgarsvæðinu heldur en á Akureyri.“Þyrfti þá alltaf að þrengja að þjónustunni ef af tilraunaverkefni af þessu tagi yrði?„Já, fargjaldatekjur okkar núna á þessu ári voru um tveir milljarðar þannig að það segir sig sjálft. Annað hvort þyrftu sveitarfélögin að setja tvo milljarða í viðbót til að skerða ekki þjónusta eða að skerða þjónustuna,“ segir Guðmundur. Hann bendir enn fremur á að þrjátíu prósent af rekstri Strætó komi fá fargjöldum og að fargjöldin sjálf séu niðurgreidd um sjötíu prósent. „Við fáum engar tekjur af landsbyggðinni. Við vildum tryggja það að umræðan sé ekki á villigötum og að staðreyndir séu réttar,“ segir Guðmundur.Biðst afsökunar á rangfærslum en stendur við gefin loforðIngvar Mar Jónsson, hefur beðist afsökunar á að hafa óvart farið rangt með staðreyndir í umfjöllun sinni um samgöngur. Á Facebooksíðu sinni segir Ingvar „Ég biðst afsökunar á þessum mistökum og þau leiðréttast hér með.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta ætli Framsóknarfólk að standa við tillögu sína um að hafa gjaldfrjálsan Strætó í eitt ár. Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó, leiðréttir Ingvar Mar Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem ásamt flokki sínum lofar landsmönnum frítt í strætó í eitt ár. Ingvar hefur sagt að fargjaldatekjur Strætó á höfuðborgarsvæðinu séu um einn milljarður en hið rétta í málinu, segir Guðmundur, að sé 1,9 milljarðar fyrir árið 2017. Í fréttamiðlinum Eyjunni er haft eftir Ingvar Mar: „Það kostar nær einum milljarði að hafa frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu því fargjaldatekjur strætó upp á 2 milljarða eiga við um allar ferðir strætó, semsagt líka út á land.“ Það er þessi staðhæfing sem Guðmundur vill leiðrétta þar sem Stætó BS fær engar fargjaldatekjur af landsbyggðinni.Pawel segir höfuðborgarbúa ekki þurfa á lélegri ókeypis þjónustu heldur betri þjónustu.Hugnast ekki hugmynd FramsóknarPawel Partoszek, sem leitast við að vera ofarlega á lista Viðreisnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum, hugnast ekki hugmyndin og gagnrýnir hana í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. „Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda,“ segir Pawel. Þrátt fyrir að vilja alls ekki blanda sér í kosningabaráttuna leitast Guðmundur við að leiðrétta rangfærslur því umræðan verði að byggjast á réttum staðreyndum. Hann segir að það sé skiljanlegt að margir haldi að Strætó sé eina og sama batteríið um land allt. Það sé aftur á móti ekki rétt. Fólk geri sér jafnan ekki grein fyrir því að það eru alls konar samtök sem reka strætó á landsbyggðinni þó aksturinn sé undir merkjum Strætó. „Strætó BS eru bara gulu vagnarnir á höfuðborgarsvæðinu og er í eigu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur til útskýringar. Það séu aftur á móti svokölluð Landshlutasamtök sem reki strætó úti á landi. Þau fái aðgang að talstöðinni, þjónustuveri og heimasíðu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ákveði þær fjárhæðir sem skuli settar í Strætó og landsbyggðin fær allar tekjur af akstrinum.Stærð og umfang er mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri.vísir/ernirSpurður hvers vegna Akureyringum hafi tekist að hafa frítt í Strætó en höfuðborgarsvæðinu ekki segir Guðmundur: „Ef þú skoðað kerfið á Akureyri þá eru sex leiðir þar, þær aka á klukkutíma fresti, bara á virkum dögum en ef þú horfir á höfuðborgarsvæðið þá erum við með tuttugu og átta leiðir, flestir aka til tólf, sumar eitt jafnvel og tíðnin er á kortersfresti og jafnvel tíu mínútur. Stærðin og umfangið er miklu meira á höfuðborgarsvæðinu heldur en á Akureyri.“Þyrfti þá alltaf að þrengja að þjónustunni ef af tilraunaverkefni af þessu tagi yrði?„Já, fargjaldatekjur okkar núna á þessu ári voru um tveir milljarðar þannig að það segir sig sjálft. Annað hvort þyrftu sveitarfélögin að setja tvo milljarða í viðbót til að skerða ekki þjónusta eða að skerða þjónustuna,“ segir Guðmundur. Hann bendir enn fremur á að þrjátíu prósent af rekstri Strætó komi fá fargjöldum og að fargjöldin sjálf séu niðurgreidd um sjötíu prósent. „Við fáum engar tekjur af landsbyggðinni. Við vildum tryggja það að umræðan sé ekki á villigötum og að staðreyndir séu réttar,“ segir Guðmundur.Biðst afsökunar á rangfærslum en stendur við gefin loforðIngvar Mar Jónsson, hefur beðist afsökunar á að hafa óvart farið rangt með staðreyndir í umfjöllun sinni um samgöngur. Á Facebooksíðu sinni segir Ingvar „Ég biðst afsökunar á þessum mistökum og þau leiðréttast hér með.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta ætli Framsóknarfólk að standa við tillögu sína um að hafa gjaldfrjálsan Strætó í eitt ár.
Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira