Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokkins í Hafnarfirði liggja nú fyrir. Rósa Guðbjartsdóttir sitjandi oddviti flokksins leiðir listann, en hún hlaut örugga kosningu í efsta sæti með 539 atkvæði. Hún sóttist ein eftir því að leiða listann en fjórir sóttust eftir öðru sætinu.
Talin voru 876 atkvæði, af því voru 27 auðir seðlar og ógildir. Í sjö efstu sætunum sitja fimm konur og tveir karlar. Lokatölur má sjá hér að neðan.
Rósa Guðbjartsdóttir 539 atkvæði í fyrsta sæti
Kristinn Andersen 315 atkvæði í fyrsta til annað sæti
Ingi Tómasson 317 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti
Helga Ingólfsdóttir 354 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti
Kristín Thoroddsen 344 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir 383 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti
Unnur Lára Bryde 362 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti
Skarphéðinn Orri Björnsson 349 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti
Innlent