Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Trump og Kim gnæfa yfir suðurkóreskum hermanni í Seúl. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46
Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20