Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Trump og Kim gnæfa yfir suðurkóreskum hermanni í Seúl. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46
Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20