Þessir fimm gætu leyst Gylfa af í „tíunni“ á HM ef allt fer á versta veg Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 11:30 Íslenska þjóðin heldur niðri í sér andanum eftir fréttir morgunsins af Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni í fótbolta, og meiðslunum sem hann varð fyrir í leik á móti Brighton um helgina. Gylfi haltraði af velli eftir að fá tak í hnéð en hann lá svo og þarfnaðist aðhlynningar. Allt leit betur út þegar að Gylfi stóð á fætur og kláraði leikinn en nú virðist sem að hann sé alvarlega meiddur. „Menn óttast að Gylfi sé farinn í sumarfrí. Það virðist hafa teygst eitthvað í hnénu og óttast að hann missi af HM. Hann verður alltaf frá í töluverðan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, í Brennslunni á FM957 í morgun. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið þegar að Gylfi meiddist.Töpuðu síðast þegar Gylfi var ekki með Eins og allir vita er Gylfi besti og mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins, en hann var marka- og stoðsendingahæstur í síðustu undankeppni þegar að strákarnir okkar tryggðu sér sæti á HM í fyrsta sinn.Eins og Vísir fjallaði um í morgun tapaði íslenska liðið eina mótsleiknum sem hann hefur ekki tekið þátt í undanfarin sex ár en það var 4-2 tap gegn Slóveníu í Laugardalnum í júní árið 2012. Gylfi Þór hefur spilað nánast hverja einustu sekúndu í leikjum sem skipta máli síðan þá og hefur Heimir Hallgrímsson alltaf getað treyst á framlag frá sínum besta manni. En, hvað gerir Heimir ef Gylfi verður ekki með?Jæja, hvað nú?vísir/afp4-4-2 einfaldara Hausverkurinn er minni ef Heimir heldur sig við 4-4-2 leikkerfið. Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson og Theodór Elmar Bjarnason hafa allir sýnt að þeir geta spilað við hlið landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni. Þá verða Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson frammi, að öllum líkindum. Heimir Hallgrímsson hefur, aftur á móti, brotið sig aðeins út úr 4-4-2 kassanum og verið að spila með þriggja manna miðju eins og í sigurleiknum frækna á móti Króatíu í júní í fyrra. Þá var Emil með Aroni á miðjunni og Gylfi fyrir framan þá í „holunni“ eða „tíunni“ fyrir aftan fremsta mann. Það kæmi engum á óvart ef Heimir vill spila með þéttan pakka í þriggja manna miðju á móti Argentínu og Króatíu á HM og þá þarf Eyjamaðurinn að finna staðgengil Gylfa ef rétt reynist að hann missi af HM. Vísir veltir hér upp fimm möguleikum á þriggja manna miðju sem miðast við að Emil Hallfreðsson verði áfram við hlið Arons Einars Gunnarssonar fyrir framan varnarlínuna. Taka þarf fram að Aron Einar og Alfreð Finnbogason eru meiddir þessa dagana en líkurnar á að þeir verði klárir fyrir HM eru yfirgnæfandi.Birkir fagnar með Gylfa en gæti nú spilað fyrir Gylfa.Vísir/AntonBirkir mjög líklegur Birkir Bjarnason hefur leyst af inn á miðjunni í fjarveru Arons Einars og hefur sýnt bæði með íslenska liðinu og Aston Villa að hann er úrvals varnarsinnaður miðjumaður. Birkir er í grunninn mjög sóknarsinnaður leikmaður sem hefur ávallt spilað framarlega á vellinum, hvort sem um ræðir á kantinum eða hreinlega í fremstu víglínu eins og á sínum yngri árum með Viking í Stavanger. Eins og allir vita er hann svakalega duglegur, fastur fyrir í návígum og góður fótboltamaður sem kemur sterklega til greina sem fremsti miðjumaður í 4-3-3 ef Gylfi er ekki klár. Birkir er líka sterkastur í loftinu af þeim sem koma til greina sem er mikill plús miðað við fjöldann af löngum boltum fram úr íslensku vörninni.Jóhann Berg getur skotið eins og Svisslendingar fengu að kynnast á sínum tíma.Vísir/GettySkotógn af Jóa Jóhann Berg Guðmundsson er að spila sinn besta fótbolta þessi misserin, bæði með Burnley og íslenska landsliðinu. Heimir hefur áður ætlað að nota Jóhann Berg sem framherja eða fremsta miðjumann en það var í frægum leik gegn Tyrklandi haustið 2014. Jóhann meiddist fyrir leikinn sem opnaði tækifæri fyrir Jón Daða Böðvarsson. Jón Daði nýtti það ágætlega. Jóhann er afskaplega vel spilandi leikmaður og sá leikmaður sem er hvað næst Gylfa þegar kemur að skotógn fyrir utan teiginn. Jóhann er frábær skotmaður og „á inni“ eina eða tvær klessur með íslenska landsliðinu. Það slæma við að fá Jóhann inn á miðjuna er að missa hann af kantinum þar sem hann er langbesti kantmaður liðsins og orðinn lykilmaður í varnarleiknum líka þar sem hann hefur stórbætt sig undanfarin ár.Alfreð Finnbogason getur skorað og spilað boltanum vel frá sér.vísir/ernirAlfreð aðeins aftar? Þó það væri kannski líkara 4-4-2 kerfinu gæti einn möguleikinn fyrir Heimi verið að spila Alfreð Finnbogasyni sem fremsta miðjumanni í tíunni fyrir aftan Jón Daða. Alfreð er, eins og allir vita, frábær fótboltamaður sem hefur næmt auga fyrir spili og er með góðar sendingar. Þá gæti hann líka nýtt hæfileika sína áfram í markaskorun þó hann spili aðeins aftar og mætt inn á teiginn þegar færin gefast. Styrkleiki Alfreðs er þó ekki skallaeinvígi og hörð návígi í baráttunni um háa og langa bolta, en þar gæti Jón Daði séð um baráttuna og Alfreð fengið boltann síðan í fæturnar og komið spili af stað. Aftur, það er vissulega líkara 4-4-2 en það sem gleymist oft með Alfreð er hversu ótrúlega hlaupagetu hann hefur og hversu duglegur hann er þrátt fyrir mýtu um annað.Skagfirðingurinn er í betri séns en áður.vísir/gettyRúnar Már í séns? Þrátt fyrir að hafa verið lengi hluti af íslenska hópnum og hafa farið á EM 2016 er Skagfirðingurinn Rúnar Már S. Sigurjónsson aðeins búinn að spila fimmtán landsleiki enda ansi góðir menn á undan honum í goggunarröðinni. Rúnar hefur ekki notið sín og ekki nýtt tækifærin nógu vel þegar hann hefur spilað á tveggja manna miðju landsliðsins enda ansi sóknarsinnaður leikmaður. Honum til varnar hefur hann, eins og fleiri, líka fengið fá tækifæri með bestu mönnum landsliðsins. Mest eru þetta vináttuleikir þar sem fleiri utangarðsmenn fá sénsinn. Með tvo varnarsinnaða miðjumenn fyrir aftan sig myndi Rúnar vafalítið nýtast mun meira þar sem hann getur einbeitt sér meira að sóknarleiknum. Hann er afbragðs sendinga- og skotmaður og er duglegur að skora fyrir félagslið sín. Rúnar var lánaður til St. Gallen í janúar þar sem hann er á miklum skriði; búinn að skora tvö mörk, er að leggja upp og var valinn í lið vikunnar á dögunum.Albert Guðmundsson hefur spilað stórvel fyrir U21 árs landsliðið og nýtti tækifærið með A-landsliðinu vel.vísir/antonBarnabarnabarnið jókerinn? Albert Guðmundsson er leikmaður sem margir vilja sjá Heimi Hallgrímsson hafa í HM-hópnum enda einn mest spennandi ungi íslenski leikmaðurinn. Hann er, eins og allir vita, barnabarnabarn Alberts Guðmundssonar, fyrsta atvinnumanns Íslands í fótbolta. Albert spilar mest með Jong PSV, varaliði PSV Eindhoven, í hollensku B-deildinni sem er ekki mjög sterk deild en þar hefur hann samt sem áður spilað frábærlega. Tækifæri hans með aðalliðinu hafa verið af skornum skammti. Hann er engu að síður frábær fótboltamaður og langbesti leikmaður U21 árs landsliðsins þar sem hann ber af. Hann nýtti einnig tækifæri sitt með landsliðinu á móti Indónesíu á dögunum stórkostlega þar sem að hann skoraði og lagði upp önnur fjögur mörk í tveimur leikjum. Galinn er auðvitað að hann hefur enga reynslu af stóra sviðinu en líklegt þykir að Heimir velji hann í hópinn fyrir Bandaríkjaverkefnið á föstudaginn og athugi jafnvel í leikjunum á móti Perú og Mexíkó hvort hann sé tilbúinn fyrir stóra sviðið. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eini keppnisleikurinn án Gylfa frá 2012 er eini tapleikurinn í Dalnum í sex ár Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með í öllum keppnisleikjum Íslands síðan að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu nema einum. 12. mars 2018 09:45 Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar. 12. mars 2018 07:58 Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið. 12. mars 2018 08:47 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Íslenska þjóðin heldur niðri í sér andanum eftir fréttir morgunsins af Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni í fótbolta, og meiðslunum sem hann varð fyrir í leik á móti Brighton um helgina. Gylfi haltraði af velli eftir að fá tak í hnéð en hann lá svo og þarfnaðist aðhlynningar. Allt leit betur út þegar að Gylfi stóð á fætur og kláraði leikinn en nú virðist sem að hann sé alvarlega meiddur. „Menn óttast að Gylfi sé farinn í sumarfrí. Það virðist hafa teygst eitthvað í hnénu og óttast að hann missi af HM. Hann verður alltaf frá í töluverðan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, í Brennslunni á FM957 í morgun. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið þegar að Gylfi meiddist.Töpuðu síðast þegar Gylfi var ekki með Eins og allir vita er Gylfi besti og mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins, en hann var marka- og stoðsendingahæstur í síðustu undankeppni þegar að strákarnir okkar tryggðu sér sæti á HM í fyrsta sinn.Eins og Vísir fjallaði um í morgun tapaði íslenska liðið eina mótsleiknum sem hann hefur ekki tekið þátt í undanfarin sex ár en það var 4-2 tap gegn Slóveníu í Laugardalnum í júní árið 2012. Gylfi Þór hefur spilað nánast hverja einustu sekúndu í leikjum sem skipta máli síðan þá og hefur Heimir Hallgrímsson alltaf getað treyst á framlag frá sínum besta manni. En, hvað gerir Heimir ef Gylfi verður ekki með?Jæja, hvað nú?vísir/afp4-4-2 einfaldara Hausverkurinn er minni ef Heimir heldur sig við 4-4-2 leikkerfið. Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson og Theodór Elmar Bjarnason hafa allir sýnt að þeir geta spilað við hlið landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni. Þá verða Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson frammi, að öllum líkindum. Heimir Hallgrímsson hefur, aftur á móti, brotið sig aðeins út úr 4-4-2 kassanum og verið að spila með þriggja manna miðju eins og í sigurleiknum frækna á móti Króatíu í júní í fyrra. Þá var Emil með Aroni á miðjunni og Gylfi fyrir framan þá í „holunni“ eða „tíunni“ fyrir aftan fremsta mann. Það kæmi engum á óvart ef Heimir vill spila með þéttan pakka í þriggja manna miðju á móti Argentínu og Króatíu á HM og þá þarf Eyjamaðurinn að finna staðgengil Gylfa ef rétt reynist að hann missi af HM. Vísir veltir hér upp fimm möguleikum á þriggja manna miðju sem miðast við að Emil Hallfreðsson verði áfram við hlið Arons Einars Gunnarssonar fyrir framan varnarlínuna. Taka þarf fram að Aron Einar og Alfreð Finnbogason eru meiddir þessa dagana en líkurnar á að þeir verði klárir fyrir HM eru yfirgnæfandi.Birkir fagnar með Gylfa en gæti nú spilað fyrir Gylfa.Vísir/AntonBirkir mjög líklegur Birkir Bjarnason hefur leyst af inn á miðjunni í fjarveru Arons Einars og hefur sýnt bæði með íslenska liðinu og Aston Villa að hann er úrvals varnarsinnaður miðjumaður. Birkir er í grunninn mjög sóknarsinnaður leikmaður sem hefur ávallt spilað framarlega á vellinum, hvort sem um ræðir á kantinum eða hreinlega í fremstu víglínu eins og á sínum yngri árum með Viking í Stavanger. Eins og allir vita er hann svakalega duglegur, fastur fyrir í návígum og góður fótboltamaður sem kemur sterklega til greina sem fremsti miðjumaður í 4-3-3 ef Gylfi er ekki klár. Birkir er líka sterkastur í loftinu af þeim sem koma til greina sem er mikill plús miðað við fjöldann af löngum boltum fram úr íslensku vörninni.Jóhann Berg getur skotið eins og Svisslendingar fengu að kynnast á sínum tíma.Vísir/GettySkotógn af Jóa Jóhann Berg Guðmundsson er að spila sinn besta fótbolta þessi misserin, bæði með Burnley og íslenska landsliðinu. Heimir hefur áður ætlað að nota Jóhann Berg sem framherja eða fremsta miðjumann en það var í frægum leik gegn Tyrklandi haustið 2014. Jóhann meiddist fyrir leikinn sem opnaði tækifæri fyrir Jón Daða Böðvarsson. Jón Daði nýtti það ágætlega. Jóhann er afskaplega vel spilandi leikmaður og sá leikmaður sem er hvað næst Gylfa þegar kemur að skotógn fyrir utan teiginn. Jóhann er frábær skotmaður og „á inni“ eina eða tvær klessur með íslenska landsliðinu. Það slæma við að fá Jóhann inn á miðjuna er að missa hann af kantinum þar sem hann er langbesti kantmaður liðsins og orðinn lykilmaður í varnarleiknum líka þar sem hann hefur stórbætt sig undanfarin ár.Alfreð Finnbogason getur skorað og spilað boltanum vel frá sér.vísir/ernirAlfreð aðeins aftar? Þó það væri kannski líkara 4-4-2 kerfinu gæti einn möguleikinn fyrir Heimi verið að spila Alfreð Finnbogasyni sem fremsta miðjumanni í tíunni fyrir aftan Jón Daða. Alfreð er, eins og allir vita, frábær fótboltamaður sem hefur næmt auga fyrir spili og er með góðar sendingar. Þá gæti hann líka nýtt hæfileika sína áfram í markaskorun þó hann spili aðeins aftar og mætt inn á teiginn þegar færin gefast. Styrkleiki Alfreðs er þó ekki skallaeinvígi og hörð návígi í baráttunni um háa og langa bolta, en þar gæti Jón Daði séð um baráttuna og Alfreð fengið boltann síðan í fæturnar og komið spili af stað. Aftur, það er vissulega líkara 4-4-2 en það sem gleymist oft með Alfreð er hversu ótrúlega hlaupagetu hann hefur og hversu duglegur hann er þrátt fyrir mýtu um annað.Skagfirðingurinn er í betri séns en áður.vísir/gettyRúnar Már í séns? Þrátt fyrir að hafa verið lengi hluti af íslenska hópnum og hafa farið á EM 2016 er Skagfirðingurinn Rúnar Már S. Sigurjónsson aðeins búinn að spila fimmtán landsleiki enda ansi góðir menn á undan honum í goggunarröðinni. Rúnar hefur ekki notið sín og ekki nýtt tækifærin nógu vel þegar hann hefur spilað á tveggja manna miðju landsliðsins enda ansi sóknarsinnaður leikmaður. Honum til varnar hefur hann, eins og fleiri, líka fengið fá tækifæri með bestu mönnum landsliðsins. Mest eru þetta vináttuleikir þar sem fleiri utangarðsmenn fá sénsinn. Með tvo varnarsinnaða miðjumenn fyrir aftan sig myndi Rúnar vafalítið nýtast mun meira þar sem hann getur einbeitt sér meira að sóknarleiknum. Hann er afbragðs sendinga- og skotmaður og er duglegur að skora fyrir félagslið sín. Rúnar var lánaður til St. Gallen í janúar þar sem hann er á miklum skriði; búinn að skora tvö mörk, er að leggja upp og var valinn í lið vikunnar á dögunum.Albert Guðmundsson hefur spilað stórvel fyrir U21 árs landsliðið og nýtti tækifærið með A-landsliðinu vel.vísir/antonBarnabarnabarnið jókerinn? Albert Guðmundsson er leikmaður sem margir vilja sjá Heimi Hallgrímsson hafa í HM-hópnum enda einn mest spennandi ungi íslenski leikmaðurinn. Hann er, eins og allir vita, barnabarnabarn Alberts Guðmundssonar, fyrsta atvinnumanns Íslands í fótbolta. Albert spilar mest með Jong PSV, varaliði PSV Eindhoven, í hollensku B-deildinni sem er ekki mjög sterk deild en þar hefur hann samt sem áður spilað frábærlega. Tækifæri hans með aðalliðinu hafa verið af skornum skammti. Hann er engu að síður frábær fótboltamaður og langbesti leikmaður U21 árs landsliðsins þar sem hann ber af. Hann nýtti einnig tækifæri sitt með landsliðinu á móti Indónesíu á dögunum stórkostlega þar sem að hann skoraði og lagði upp önnur fjögur mörk í tveimur leikjum. Galinn er auðvitað að hann hefur enga reynslu af stóra sviðinu en líklegt þykir að Heimir velji hann í hópinn fyrir Bandaríkjaverkefnið á föstudaginn og athugi jafnvel í leikjunum á móti Perú og Mexíkó hvort hann sé tilbúinn fyrir stóra sviðið.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eini keppnisleikurinn án Gylfa frá 2012 er eini tapleikurinn í Dalnum í sex ár Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með í öllum keppnisleikjum Íslands síðan að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu nema einum. 12. mars 2018 09:45 Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar. 12. mars 2018 07:58 Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið. 12. mars 2018 08:47 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Eini keppnisleikurinn án Gylfa frá 2012 er eini tapleikurinn í Dalnum í sex ár Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með í öllum keppnisleikjum Íslands síðan að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu nema einum. 12. mars 2018 09:45
Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar. 12. mars 2018 07:58
Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið. 12. mars 2018 08:47