Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 13:39 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Þetta er mat Vegagerðarinnar og undir það tekur Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. Borgin beinir því til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og barna að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er hvatt til þess að almenningur dragi úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður og að fólk nýti sér frekar almenningssamgöngur, sameinist í bíla eða noti aðra vistvæna samgöngumáta.Þarf að draga úr umferðarhraða og ferðum þungra ökutækja Svava segir að ansi margir ökumenn þyrftu að leggja bílnum til þess að viðunandi árangur næðist en auðvitað telji hver og einn bíll sem ekki er ekið þegar aðstæður eru með þessum hætti. „Þetta eru okkar fjölförnustu götur sem leggja hvað mest inn í þetta en það þyrfti ekki hvað síst líka að draga úr umferðarhraða og draga úr ferðum þungra ökutækja. Þau þyrla meira upp. Það er kannski ekki hægt að benda á neina tölu en sem dæmi þá er sólarhringsumferðin í Ártúnsbrekku 62 til 63 þúsund bílar á sólarhring þannig að þú getur ímyndað þér að það þyrfti að bíta ansi mikið þar af til að við förum að sjá viðunandi árangur,“ segir Svava og bætir við aðspurð að hún telji að það væru frekar þúsundir ökumanna, heldur en hundruð, sem þyrftu að leggja bílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengunina.Vilja geta gripið til víðtækari aðgerða Svava segir að til að ná sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið þurfi víðtækari aðgerðir. Heilbrigðiseftirlitið hafi hins vegar ekki lagaheimildir til að grípa til slíkra aðgerða. „Við myndum vilja sjá heimildir til þess að takmarka umferð um ákveðin svæði, eins að takmarka umferðarhraða. Það er aðgerð sem myndi geta minnkað uppþyrlun, því þeim mun meiri hraði því meiri uppþyrlun. Síðan hefur borgin verið að óska eftir því að fá heimild til þess að setja gjald á nagladekkin til að draga aftur úr notkun þeirra,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að notkun nagladekkja hafi aukist á ný eftir að dró úr notkuninni fyrir nokkrum árum. Svava segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að banna nagladekk heldur þurfi að takmarka notkun þeirra eins og unnt er.Ekki von á úrkomu fyrr en á miðvikudag Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í dag og síðustu daga vegna svifryksmengunar eru götusópun á öllum helstu stofnbrautum og svo rykbinding sem Svava segir að sé skammtímaaðgerð. Þá er magnesíumklóríði úðað á göturnar, það bindur rykið og minnkar uppþyrlun. Aðgerðin dugar í um einn til þrjá daga og er gripið til hennar til þess að reyna slá á rykið þegar vitað er að það stefni í mikla rykmengun. Ekki er von á úrkomu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag og má því búast við áframhaldandi svifryksmengun í dag og á morgun.Hér má fylgjast með mælingum loftgæða í borginni. Samgöngur Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Þetta er mat Vegagerðarinnar og undir það tekur Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. Borgin beinir því til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og barna að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er hvatt til þess að almenningur dragi úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður og að fólk nýti sér frekar almenningssamgöngur, sameinist í bíla eða noti aðra vistvæna samgöngumáta.Þarf að draga úr umferðarhraða og ferðum þungra ökutækja Svava segir að ansi margir ökumenn þyrftu að leggja bílnum til þess að viðunandi árangur næðist en auðvitað telji hver og einn bíll sem ekki er ekið þegar aðstæður eru með þessum hætti. „Þetta eru okkar fjölförnustu götur sem leggja hvað mest inn í þetta en það þyrfti ekki hvað síst líka að draga úr umferðarhraða og draga úr ferðum þungra ökutækja. Þau þyrla meira upp. Það er kannski ekki hægt að benda á neina tölu en sem dæmi þá er sólarhringsumferðin í Ártúnsbrekku 62 til 63 þúsund bílar á sólarhring þannig að þú getur ímyndað þér að það þyrfti að bíta ansi mikið þar af til að við förum að sjá viðunandi árangur,“ segir Svava og bætir við aðspurð að hún telji að það væru frekar þúsundir ökumanna, heldur en hundruð, sem þyrftu að leggja bílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengunina.Vilja geta gripið til víðtækari aðgerða Svava segir að til að ná sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið þurfi víðtækari aðgerðir. Heilbrigðiseftirlitið hafi hins vegar ekki lagaheimildir til að grípa til slíkra aðgerða. „Við myndum vilja sjá heimildir til þess að takmarka umferð um ákveðin svæði, eins að takmarka umferðarhraða. Það er aðgerð sem myndi geta minnkað uppþyrlun, því þeim mun meiri hraði því meiri uppþyrlun. Síðan hefur borgin verið að óska eftir því að fá heimild til þess að setja gjald á nagladekkin til að draga aftur úr notkun þeirra,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að notkun nagladekkja hafi aukist á ný eftir að dró úr notkuninni fyrir nokkrum árum. Svava segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að banna nagladekk heldur þurfi að takmarka notkun þeirra eins og unnt er.Ekki von á úrkomu fyrr en á miðvikudag Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í dag og síðustu daga vegna svifryksmengunar eru götusópun á öllum helstu stofnbrautum og svo rykbinding sem Svava segir að sé skammtímaaðgerð. Þá er magnesíumklóríði úðað á göturnar, það bindur rykið og minnkar uppþyrlun. Aðgerðin dugar í um einn til þrjá daga og er gripið til hennar til þess að reyna slá á rykið þegar vitað er að það stefni í mikla rykmengun. Ekki er von á úrkomu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag og má því búast við áframhaldandi svifryksmengun í dag og á morgun.Hér má fylgjast með mælingum loftgæða í borginni.
Samgöngur Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20
Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26