Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2018 21:30 Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Í baksýn má sjá eitt af íbúðahverfunum á Ásbrú. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent