Körfubolti

Brynjar puttabrotinn og misstir af næstu leikjum KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar Þór í leik í vetur.
Brynjar Þór í leik í vetur. vísir/ernir
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði fjórfaldra Íslandsmeistara KR í Dominos-deild karla, mun ekki spila með liðinu næstu vikurnar vegna puttabrots.

Brynjar puttabrotnaði á æfingu í kvöld, en þetta staðfesti Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í kvöld. Brynjar hafði brotnað á æfingu liðsins fyrr í kvöld, en óvíst er hversu lengi hann verður frá.

Finnur sagði þó í samtali við Vísi að líklegt væri að þetta yrðu nokkrar vikur og ljóst að KR verður án hans í allt að mánuð vegna brotsins, en Brynjar er með tæplega þrettán stig að meðaltali í leik í vetur.

KR mætir Njarðvík í 8-liða úrslitunum og líklegt má telja að Brynjar missi af allri þeirri viðureign. Fari rimman í oddaleik spila liðin fimmta leikinn þann 28. mars, svo Brynjar missir að öllum líkindum af fyrstu undanúrslitarleikjunum fari KR þangað.

Óvíst er þó hversu lengi hann verði frá, eins og áður hefur komið fram, en KR reynir að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×