Innlent

Sverrir Hermannsson látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sverrir Hermannsson var 88 ára.
Sverrir Hermannsson var 88 ára. Alþingi
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést í gær, 88 ára að aldri.

Sverrir var sonur Hermanns Hermannssonar og Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur. Hann var stúdent frá MA og viðskiptafræðingur frá HÍ. Sverrir sat á Alþingi 1971 til 1988 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn 1998 til 2003.

Hann var iðnaðarráðherra 1983 til 1985 og menntamálaráðherra 1985 til 1987. Sverrir var Landsbankastjóri 1988 til 1998.

Sverrir kvæntist Gretu Lind Kristjánsdóttur 1953. Hún lést 2009. Þau eignuðust fimm börn og eina fósturdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×