Körfubolti

Bara átján ára gamall en búinn að setja litla bæinn sinn á kortið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allen Iverson fór líka í Georgetown eins og Mac McClung ætlar að gera.
Allen Iverson fór líka í Georgetown eins og Mac McClung ætlar að gera. Vísir/Getty
Mac McClung er ein af spútnikstjörnunum í bandarískum íþróttum í vetur en þessi frábæri körfuboltastrákur hefur heldur fengið athygli í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu.

Það eru ótrúlegar vinsældir hans á YouTube sem hafa kallað á sviðsljós fjölmiðla en hann hefur líka sýnt að hann getur miklu meira í körfubolta en að troða boltanum í körfuna með tilþrifum.

Mac McClung er fæddur árið 2000 og er enn að spila menntaskóla bolta með Gate City High School. Framundan er síðan háskólaferill með Georgetown.

Mac McClung hefur þegar skrifa nafn sitt á spjöld sögunnar með því að bæta stigamet Allen Iverson yfir flest stig á einu tímabili í Virginia fylki. Hann er líka orðinn sá stigahæsti í sögu Virginia. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í leik á tímabilinu.

Hér fyrir neðan má sjá flotta umfjöllun Sporting News um þennan strák og hvernig Mac hefur komið smábæ í Virginiu fylki á kortið.







Mac er „bara“ 188 sentímetrar á hæð en það hefur ekki stoppað hann í að setja saman hvern tilþrifapakkann á fætur öðrum með mögnuðum troðslum.

Það er óhætt að segja að þessi átján ára gamli strákur sé búinn að koma bænum Gate City á körfuboltakortið en Gate City telur aðeins rétt rúmlega tvö þúsund íbúa.

Ekki nóg að með að bjóða upp á allar þessar troðslur þá bætti hann met Iveron og endaði síðan tímabilið á því að vinna titilinn með Gate City High School. Skólinn hafði aldrei unnið hann áður.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra tilþrifapakka með honum af Youtube. Já, þessi strákur getur hoppað.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×