Líbanskur leikari hreinsaður af ásökunum um njósnir fyrir Ísraelsmenn Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 23:43 Ziad Itani var sigri hrósandi þegar honum var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag. Ísrael Líbanon Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag.
Ísrael Líbanon Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira