Leggja til að stytta vinnuviku leikskólakennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2018 14:44 Skortur hefur verið á starfsfólki á leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík leggur til að vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlmönnum í faginu og búnir til fjárhagslegir hvatar fyrir leikskólakennaranema til að ljúka námi sínu. Hópurinn kynnti í dag 33 tillögur sínar fyrir fulltrúum í skóla- og frístundaráði. Tillögurnar snúa að fjórum meginflokkum; aðgerðum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, efla stuðning við leikskólakennara í starfi, fjölga leikskólakennurum og breyttu skipulagi náms í leikskólakennarafræðum. Lokað í leikskólum milli jóla og áramóta Meðal tillagna starfshópsins sem miða að því að bæta starfsumhverfi er að unnið verði að því að auka rými barna í leikskólum, fjölgað verði stöðugildum í leikskólum vegna fjögurra og fimm ára barna, vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara verði lengdur og að lokað verði í leikskólum á milli jóla og áramóta. Þá er lagt til að farið verði í aðgerðir til að tryggja að húsnæði og umhverfi henti starfsemi leikskóla að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. „Til að styðja við leikskólakennara í starfi er lagt til að efla móttöku nýliða, að nýir leikskólakennarar fái mentor og aukinn stuðning og að öðrum leikskólakennurum bjóðist handleiðsla í starfi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að tryggja stöðugleika í starfsmannahópnum,“ segir í tilkynningunni. Tillögur sem miða að því að fjölga leikskólakennurum ganga út á gera laun þeirra sambærileg við aðra sérfræðinga, efla ímynd leikskólakennarastarfsins og efna til heildrænnar kynningar á námi í leikskólakennarafræðum. Einnig að fara í kynningarátak meðal starfsmanna leikskóla um námsleiðir í átt að leikskólakennarafræðum, og búa til fjárhagslega hvata til að starfsmenn ljúki slíku námi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlkyns leikskólakennurum. Auka tengingu náms Að lokum leggur starfshópurinn til að áfangar í leikskólakennaranáminu leiði til viðurkenningar í starfi og launasetningu og að leikskólakennurum bjóðist fleiri tækifæri til starfsþróunar. Lagt er til að farið verði í sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólaréttindi og auka tengingu námsins við vettvanginn. Starfshópurinn hefur starfað í rúmt ár og var skipaður kjörnum fulltrúum og fulltrúum Félags leikskólakennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasviðs HÍ, Félags stjórnenda í leikskólum, fulltrúum foreldra og sérfræðingum á skóla- og frístundasviði. Formaður hópsins var Hermann Valsson, sem jafnframt er varaformaður í skóla- og frístundaráði. Á fundi sínum í dag fól skóla- og frístundaráð sviðsstjóra að vinna áætlun um innleiðingu á tillögum starfshópsins með kostnaðarmati og áfangaskiptingu og verði hún kynnt innan mánaðar. Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík leggur til að vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlmönnum í faginu og búnir til fjárhagslegir hvatar fyrir leikskólakennaranema til að ljúka námi sínu. Hópurinn kynnti í dag 33 tillögur sínar fyrir fulltrúum í skóla- og frístundaráði. Tillögurnar snúa að fjórum meginflokkum; aðgerðum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, efla stuðning við leikskólakennara í starfi, fjölga leikskólakennurum og breyttu skipulagi náms í leikskólakennarafræðum. Lokað í leikskólum milli jóla og áramóta Meðal tillagna starfshópsins sem miða að því að bæta starfsumhverfi er að unnið verði að því að auka rými barna í leikskólum, fjölgað verði stöðugildum í leikskólum vegna fjögurra og fimm ára barna, vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara verði lengdur og að lokað verði í leikskólum á milli jóla og áramóta. Þá er lagt til að farið verði í aðgerðir til að tryggja að húsnæði og umhverfi henti starfsemi leikskóla að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. „Til að styðja við leikskólakennara í starfi er lagt til að efla móttöku nýliða, að nýir leikskólakennarar fái mentor og aukinn stuðning og að öðrum leikskólakennurum bjóðist handleiðsla í starfi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að tryggja stöðugleika í starfsmannahópnum,“ segir í tilkynningunni. Tillögur sem miða að því að fjölga leikskólakennurum ganga út á gera laun þeirra sambærileg við aðra sérfræðinga, efla ímynd leikskólakennarastarfsins og efna til heildrænnar kynningar á námi í leikskólakennarafræðum. Einnig að fara í kynningarátak meðal starfsmanna leikskóla um námsleiðir í átt að leikskólakennarafræðum, og búa til fjárhagslega hvata til að starfsmenn ljúki slíku námi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlkyns leikskólakennurum. Auka tengingu náms Að lokum leggur starfshópurinn til að áfangar í leikskólakennaranáminu leiði til viðurkenningar í starfi og launasetningu og að leikskólakennurum bjóðist fleiri tækifæri til starfsþróunar. Lagt er til að farið verði í sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólaréttindi og auka tengingu námsins við vettvanginn. Starfshópurinn hefur starfað í rúmt ár og var skipaður kjörnum fulltrúum og fulltrúum Félags leikskólakennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasviðs HÍ, Félags stjórnenda í leikskólum, fulltrúum foreldra og sérfræðingum á skóla- og frístundasviði. Formaður hópsins var Hermann Valsson, sem jafnframt er varaformaður í skóla- og frístundaráði. Á fundi sínum í dag fól skóla- og frístundaráð sviðsstjóra að vinna áætlun um innleiðingu á tillögum starfshópsins með kostnaðarmati og áfangaskiptingu og verði hún kynnt innan mánaðar.
Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira