Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 17:22 Nemendur við próflestur á Þjóðarbókhlöðunni. Vísir/Vilhelm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. Þar verði skoðað hvort tilefni sé til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundaráði. Í tillögunni, sem skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að, segir að ráðið feli sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur. Þá verði skoðað hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. „Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt,“ segir í tilkynningu. Í tilkynningu kemur einnig fram að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda við vinnuna og mun niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk mistókst í síðustu viku vegna bilunar í prófakerfi. Menntamálastofnun harmaði mjög mistökin en mikil óánægja greip um sig meðal nemenda og kennara vegna málsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. Þar verði skoðað hvort tilefni sé til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundaráði. Í tillögunni, sem skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að, segir að ráðið feli sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur. Þá verði skoðað hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. „Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt,“ segir í tilkynningu. Í tilkynningu kemur einnig fram að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda við vinnuna og mun niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk mistókst í síðustu viku vegna bilunar í prófakerfi. Menntamálastofnun harmaði mjög mistökin en mikil óánægja greip um sig meðal nemenda og kennara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24