Lífið

Sjáðu fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi.
Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi.
Fyrsta stiklan úr nýjustu stórmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift, hefur litið dagsins ljós. Myndin verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi en hún er byggð á sannsögulegum atburðum.

Hún segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983.

Í hamaganginum fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land.


Tengdar fréttir

Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti

Baltasar Kormákur fer yfir farinn veg í viðtali við Vísi þar sem hann ræðir Adrift, Ófærð 2 og umræðuna um Ófærð 1 hér á landi, ásamt því að spjalla um væntanleg verkefni og Weinstein-málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×