Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:30 Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún. Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Yassine Derkaoui virðist dæmigerður unglingur, finnst ekkert gaman að gera heimilisverkin og hangir svolítið í símanum þótt hann viðurkenni það ekki alveg. Ylfu, fósturmóður Yassin, finnst mjög fyndið þegar hann segist nota símann fyrst og fremst til að læra íslensku. En hvort sem það er rétt eða ekki þá er Yassine búinn að ná ótrúlegum tökum á tungumálinu á stuttum tíma. En Yassine er nefnilega alls ekki dæmigerður 17 ára unglingur. Hann flakkaði milli landa í Evrópu í langan tíma áður en hann kom hingað til lands árið 2016, og lifði í stöðugum ótta og óöryggi. „Ég hef aldrei á ævinni átt alvöru fjölskyldu í Marokkó. Ég bjó í fjögur ár á götunni. Án móður og án föður. Fjölskyldan mín í Marokkó vildi ekki þekkja mig,“ segir hann.Ólík örlög vinanna Yassine kom til Íslands ásamt vini sínum Houssin en þar sem hann er eldri en átján ára urðu örlög hans önnur en Yassins. Fréttir voru sagðar af því þegar fangar á Litla-Hrauni réðust á hann og fyrir nokkrum vikum var hann svo sendur úr landi. Yassine fékk aftur á móti fósturfjölskyldu í Bolungarvík enda enn barn - og hann er þakklátur fyrir nýja lífið og fjölskylduna sem hann hefur alltaf þráð. „Þegar fólk spyr mig hver sé mamma mín, þá segi ég Ylfa. Ég útskýri það ekkert frekar, ég gef ekkert annað nafn og ég er stoltur af henni. Hún er líka stolt af mér og þegar hún er spurð hvort ég sé sonur hennar þá játar hún því,“ segir Yassine. Hann óskar þess að vera nýtur samfélagsþegn í framtíðinni, vera venjulegur, stunda vinnu og eiga gott heimili. Hann verður 18 ára í maí og þá formlega lögráða. „Ég vona að hann fái að vera áfram til tvítugs hjá okkur og svo á hann alltaf athvarf hjá okkur. Ég verð alltaf partur af lífi hans - ef hann verður áfram hér á Íslandi,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir það hafa tekið töluverðan tíma fyrir Yassine að treysta því að hann verði ekki sendur burt af heimilinu við minnsta tilefni. Annars hafi aðlögunin gengið ótrúlega vel. „Þetta gengur náttúrulega upp og niður eins og með öll mín börn. Stundum gengur allt smurt og þægilega en stundum þarf ég að vera grýla. Það er bara svoleiðis þegar maður elur upp börn,“ segir hún.
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45