Líst ekki vel á lög um að hjóla í einfaldri röð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum. Vísir/Stefán Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira