Annað hljóð í bandaríska strokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 06:28 Theresa May heimsótti Donald Trump í Hvíta húsið í upphafi síðasta árs. Hér má sjá þau með brjóstmynd af hinum breska Winston Churchill. Vísir/AFp Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum. Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum.
Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00