Eitt skrautlegasta fyrirtæki landsins fær milljón á kíló Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 23:15 Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15
Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00
Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30
Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51