Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. mars 2018 13:46 Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30