Mikilvægur Stjörnusigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. mars 2018 18:24 Rodriguez og Whiteside voru í stuði í dag. Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira