Mikilvægur Stjörnusigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. mars 2018 18:24 Rodriguez og Whiteside voru í stuði í dag. Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum