Gagnrýna Terry Gilliam fyrir #MeToo-ummælin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 10:27 Sarah Silverman, Judd Apatow og Ellen Barkin. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018 MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018
MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Fleiri fréttir Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Sjá meira
Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19