Búa til krúsir í baráttu gegn krabba Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 20:00 Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira